FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Eftir Petra Bragadóttir 28. október 2024
Keyrum þetta í gang! Miðvikudaginn 13. nóvember verðum við með viðburðinn Kveikjuna í Háskólanum í Reykjavík kl. 16.00-18.00 í stofu M201. Fyrrum nemendur í Fyrirtækjasmiðjunni og núverandi stjórnarmenn í JA Alumni verða til aðstoðar við að "kveikja" á hugmyndavinnunni fyrir Fyrirtækjasmiðjuna 2025. Einnig munum við fá erindi frá Ellerti Sigurþórssyni frá Arion banka. Hlökkum til að hitta ykkur!
Eftir Petra Bragadóttir 3. maí 2024
Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland
Eftir Petra Bragadóttir 26. apríl 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Eftir Petra Bragadóttir 20. mars 2024
Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin í Smáralindinni 12. og 13. apríl nk. Þar munu um 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum munu kynna um 130 fyrirtæki sem þau hafa stofnað á önninni og selja vörur sínar og þjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun setja Vörumessuna kl. 12.00 föstudaginn 12. apríl og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra mun afhenda viðurkenningar fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugasta sölustarfið um kl. 17.30 laugardaginn 13. apríl. Dagskrá daganna má sjá hér að neðan:
Eftir Petra Bragadóttir 28. apríl 2023
Uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla - JA Iceland fór fram í Arion banka fimmtudaginn 27. apríl
Eftir Petra Bragadóttir 24. apríl 2023
Eftirfarandi 30 fyrirtæki, af 160 fyrirtækjum sem stofnuð vou á önninni, eru komin í úrslit í Fyritækjasmiðjunni og fara í viðtöl við dómara 26. apríl og verða með kynningu á sviði í Arion banka á Uppskeruhátíðinni fimmtudaginn 27. apríl :-)
Eftir Petra Bragadóttir 24. apríl 2023
Myndir frá Vörumessunum 2023 -smellið hér
Sjá eldri fréttir
Share by: