Blog Layout

Uppskeruhátíð - Fyrirtæki ársins og aðrir verðlaunahafar

Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland

Fyrirtækið Netaprent sem er að framleiða þrívíddarprentefni sem er unnið úr notuðum fiskinetum og í eigu fjögurra nemenda við Verslunarskóla Íslands þeirra; Andra Clausen, Eriks Gerritsen, Markúsar Heiðars Ingasonar og Róberts Luu var valið fyrirtæki ársins 2024 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka fimmtudaginn 2. maí. Mun Netaprent keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2024 sem fer fram í Cataniu, Sikiley, dagana 2. – 4. júlí. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2024“

 

30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum voru valin úr hópi 130 fyrirtækja sem 600 nemendur stofnuðu á önninni, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2024.

 

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Halla Sigrún Mathiesen veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:

·      Fyrirtæki ársins – Netaprent, Verslunarskóli Íslands

·      Fyrirtæki ársins 2. Sæti - LXR, Verkemenntaskólinn á Akureyri

·      Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Gadus, Menntaskólinn við Sund

·      Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Routina, Verslunarskóli Íslands

·      Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Frími, Verslunarskóli Íslands

·      Áhugaverðasta nýsköpunin – Netaprent, Verslunarskóli Íslands

·      Samfélagsleg nýsköpun – Frími, Verslunarskóli Íslands

·      Besti sjó-bissnessinn – Hemo growth, Verslunarskóli Íslands

·      Matvælafyrirtæki ársins – SKALK, Menntaskólinn við Sund

·      Besta hönnunin – Útilausnir, Verlsunarskóli Íslands

·      Áhugaverðasta tækninýjungin – SpyPark, Tækniskólinn

·      Umhverfisvænasta lausnin – Eilífð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

 


Eftir Petra Bragadóttir 28. október 2024
Keyrum þetta í gang! Miðvikudaginn 13. nóvember verðum við með viðburðinn Kveikjuna í Háskólanum í Reykjavík kl. 16.00-18.00 í stofu M201. Fyrrum nemendur í Fyrirtækjasmiðjunni og núverandi stjórnarmenn í JA Alumni verða til aðstoðar við að "kveikja" á hugmyndavinnunni fyrir Fyrirtækjasmiðjuna 2025. Einnig munum við fá erindi frá Ellerti Sigurþórssyni frá Arion banka. Hlökkum til að hitta ykkur!
Eftir Petra Bragadóttir 3. maí 2024
Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland
Eftir Petra Bragadóttir 26. apríl 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Share by: