Fyrirtækið Netaprent sem er að framleiða þrívíddarprentefni sem er unnið úr notuðum fiskinetum og í eigu fjögurra nemenda við Verslunarskóla Íslands þeirra; Andra Clausen, Eriks Gerritsen, Markúsar Heiðars Ingasonar og Róberts Luu var valið fyrirtæki ársins 2024 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka fimmtudaginn 2. maí. Mun Netaprent keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2024 sem fer fram í Cataniu, Sikiley, dagana 2. – 4. júlí. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2024“
30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum voru valin úr hópi 130 fyrirtækja sem 600 nemendur stofnuðu á önninni, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2024.
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Halla Sigrún Mathiesen veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:
· Fyrirtæki ársins – Netaprent, Verslunarskóli Íslands
· Fyrirtæki ársins 2. Sæti - LXR, Verkemenntaskólinn á Akureyri
· Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Gadus, Menntaskólinn við Sund
· Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Routina, Verslunarskóli Íslands
· Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Frími, Verslunarskóli Íslands
· Áhugaverðasta nýsköpunin – Netaprent, Verslunarskóli Íslands
· Samfélagsleg nýsköpun – Frími, Verslunarskóli Íslands
· Besti sjó-bissnessinn – Hemo growth, Verslunarskóli Íslands
· Matvælafyrirtæki ársins – SKALK, Menntaskólinn við Sund
· Besta hönnunin – Útilausnir, Verlsunarskóli Íslands
· Áhugaverðasta tækninýjungin – SpyPark, Tækniskólinn
· Umhverfisvænasta lausnin – Eilífð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ