Eftir Petra Bragadóttir
•
20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.