Nómína fyrirtæki ársins 2023
Uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla - JA Iceland fór fram í Arion banka fimmtudaginn 27. apríl
Fyrirtækið Nomína, sem er í eigu sex nemenda við Verslunarskóla Íslands þeirra; Orra Einarssonar, Söndru Diljár Kristinsdóttur, Össurar Antons Örvarssonar, Tómasar Pálmars Tómassonar, Dagnýjar Rósar Björnsdóttur og Ólafs Inga Jóhannessonar var valið fyrirtæki ársins 2023 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka fimmtuudaginn 27. apríl. Mun Nomína keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2023 sem fer fram í Istanbúl, Tyrklandi dagana 11. – 14. júlí. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2023“.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var með ávarp.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ragnheiður Jóhannesdóttir þjónustustjóri veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:
- Fyrirtæki ársins – Nomína, Verslunarskóli Íslands
- Fyrirtæki ársins 2. Sæti - Bein, Verslunarskóli Íslands
- Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Aur og Áhætta, Verslunarskóli Íslands
- Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Roð snakk, Tækniskólinn
- Frumlegasti sölubásinn – Ísafjörður – Poddi, Menntaskólinn á Ísafirði
- Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Nómína, Verslunarskóli Íslands
- Öflugasta sölustarfið – Ísafjörður – ALMA, Menntaskólinn á Ísafirði
- Áhugaverðasta nýsköpunin – H.Hampur, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- Samfélagsleg nýsköpun – GymbosRPG, Menntaskólinn á Ásbrú
- Áhugaverðasta fjármálalausnin, Aur og Áhætta Verslunarskóli Íslands
- Besti sjó-bissnessinn - BEIN, Verslunarskóli Íslands
- Matvælafyrirtæki ársins – Stökk, Verslunarskóli Íslands
- Besta hönnunin – KONVI, Verslunarskóli Íslands
- Áhugaverðasta tækninýjungin – Pluto, Verslunarskóli Íslands
- Fjölbreytt teymi - Ænýtt Menntaskólinn við Sund
- Umhverfisvænasta lausnin – Plastcase, Borgarholtsskóli
Við óskum þessum flottu teymum til hamingju með árangurinn!

