UM OKKUR

JA Iceland

Ungir frumkvöðlar á Íslandi

Ungir Frumkvöðlar á Íslandi voru stofnaðir árið 2002 með þátttöku fjögurra stofnaðila; Gunnars Jónatanssonar, VR, P. Samúelssonar og Sjóvár. Gunnar kynntist starfi samtakana um aldamótin 2000 og leitaði í kjölfarið til fyrirtækja og einstaklinga til að leggja hugmyndinni lið. Við erum frjáls félagasamtök, rekin án hagnaðarsjónarmiða og tilheyrum alþjóðlegum samtökum sem heita Junior Achievement (JA).


JA eru alþjóðleg, frjáls félagasamtök sem starfa í 123 löndum. Um 15 milljón nemenda taka þátt í verkefnum á vegum samtakanna víðs vegar um heiminn. Markmið JA er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í skólum.


JA – fyrirtækjasmiðjan hefur hlotið viðurkenningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “Best Practice in Entrepreneurship Education”. 

Reiknað er með að um 750  nemendur í 15-18  framhaldsskólum taki þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2024.


Stjórn JA á Íslandi skipa stjórnendur frá:

Mennta- og barnamálaráðuneytinu, Háskóla- iðnaðar of nýsköpunarráðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins,, Landsvirkjun,

Arion banka og Háskólanum í Reykjavík/AwareGo

Petra Bragadóttir er framkvæmdastjóri JA á Íslandi.

JA worldwide: jaworldwide.org

JA í Evrópu: jaeurope.org

Stjórn Ungra frumkvöðla 2024-2025


Ari Kr. Jónsson, forstjóri AwareGo og fyrrverandi rektor HR

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka

Guðfinna Helgadóttir, stefnumótun og þróun, Arion banki

Halla Sigrún Mathiesen, f.h. Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins

•Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Mennta- og barnamálaráðherra


Petra Bragadóttir, framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland



Stjórn Ungra frumkvöðla 2020 ásamt stuðningsaðilum

Aftari röð frá vinstri: Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Karl Friðriksson, forstöðumaður á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ari Kr. Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans, Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins


Fremri röð frá vinstri: Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, Kristín Lúðvíksdóttir verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, Petra Bragadóttir, framkvæmdarstjóri JA á Íslandi og Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stjórn Ungra frumkvöðla 2018 – 19 ásamt stuðningsaðilum og mennta- og menningarmálaráðherra

Aftari röð frá vinstri: Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Karl Friðriksson, forstöðumaður á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ari Kr. Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans, Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins


Fremri röð frá vinstri: Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, Kristín Lúðvíksdóttir verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, Petra Bragadóttir, framkvæmdarstjóri JA á Íslandi og Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Share by: