Vörumessa Ungra frumkvöðla - JA Iceland fór fram í Smáralindinni 1. og 2. apríl. Um 600 nemendur frá frá 14 framhaldsskólum stofnuðu 124 fyrirtæki síðan í janúar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði Vörumessuna þann. 1. apríl. Ásmundur Einar Daðason veitti viðurkenningu fyrir fallegasta sölubásinn við lok Vörumessu. Fyrirtækið Esja skart í eigu Verslunarskólanema fékk verðlaun fyrir fallegasta sölubásinn.