Blog Layout

VÖRUMESSAN FELLUR NIÐUR!

Kæru kennarar og nemendur

Því miður verðum við að aflýsa Vörumessunni í Smáralindinni þetta árið þar sem fjöldi þeirra sem mega koma saman fer bara úr 10 manns í 20 manns núna á miðnætti. Við hefðum þurft að hafa amk. 50 manns sem leyfilegan fjölda til þess að geta verið með Vörumessuna í Smáralindinni.

Meðan smit eru að greinast utan sóttkvíar þá getum við átt von á því að samkomutakmarkanir fari aftur í 10 manns meðan verið er að koma í veg fyrir þessi smit. Ég veit að Vörumessan er okkur mjög mikilvæg en því miður getum við ekkert gert í þessu meðan staðan er eins og hún er. Það er of mikil áhætta.


Skiladagur á Lokaskýrslu er áfram 20. apríl. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar og fylgja þeim eftir áður en henni er skilað inn: https://ungirfrumkvodlar.is/arsskyrsla/


Hér eru leiðbeiningar fyrir skýrsluna sjálfa og hvað hún á að innihalda: https://ungirfrumkvodlar.is/wp-content/uploads/2021/04/Leidbeiningar-fyrir-lokaskyrslu-2021b.docx. Mikilvægt er að lokaskýrslan innihaldi allar upplýsingar um vöruna og myndir af framleiðsluferlinu ef það á við.

Ég ætla að biðja ykkur um að vanda mjög til verks og fylgja leiðbeiningum þar sem dómnefndin verður mjög líklega að reiða sig á myndbönd og lokaskýrslur til að finna vinningshafa þetta árið.


Uppskeruhátíðin er fyrirhuguð þann 30. apríl í Arion banka, en að sjálfsögðu verðum við að aðlaga okkur að þeim takmörkunum sem verða í gildi á þeim tíma.

Eftir Petra Bragadóttir 28. október 2024
Keyrum þetta í gang! Miðvikudaginn 13. nóvember verðum við með viðburðinn Kveikjuna í Háskólanum í Reykjavík kl. 16.00-18.00 í stofu M201. Fyrrum nemendur í Fyrirtækjasmiðjunni og núverandi stjórnarmenn í JA Alumni verða til aðstoðar við að "kveikja" á hugmyndavinnunni fyrir Fyrirtækjasmiðjuna 2025. Einnig munum við fá erindi frá Ellerti Sigurþórssyni frá Arion banka. Hlökkum til að hitta ykkur!
Eftir Petra Bragadóttir 3. maí 2024
Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland
Eftir Petra Bragadóttir 26. apríl 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Share by: