Blog Layout

VÖRUMESSAN FELLUR NIÐUR!

Kæru kennarar og nemendur

Því miður verðum við að aflýsa Vörumessunni í Smáralindinni þetta árið þar sem fjöldi þeirra sem mega koma saman fer bara úr 10 manns í 20 manns núna á miðnætti. Við hefðum þurft að hafa amk. 50 manns sem leyfilegan fjölda til þess að geta verið með Vörumessuna í Smáralindinni.

Meðan smit eru að greinast utan sóttkvíar þá getum við átt von á því að samkomutakmarkanir fari aftur í 10 manns meðan verið er að koma í veg fyrir þessi smit. Ég veit að Vörumessan er okkur mjög mikilvæg en því miður getum við ekkert gert í þessu meðan staðan er eins og hún er. Það er of mikil áhætta.


Skiladagur á Lokaskýrslu er áfram 20. apríl. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar og fylgja þeim eftir áður en henni er skilað inn: https://ungirfrumkvodlar.is/arsskyrsla/


Hér eru leiðbeiningar fyrir skýrsluna sjálfa og hvað hún á að innihalda: https://ungirfrumkvodlar.is/wp-content/uploads/2021/04/Leidbeiningar-fyrir-lokaskyrslu-2021b.docx. Mikilvægt er að lokaskýrslan innihaldi allar upplýsingar um vöruna og myndir af framleiðsluferlinu ef það á við.

Ég ætla að biðja ykkur um að vanda mjög til verks og fylgja leiðbeiningum þar sem dómnefndin verður mjög líklega að reiða sig á myndbönd og lokaskýrslur til að finna vinningshafa þetta árið.


Uppskeruhátíðin er fyrirhuguð þann 30. apríl í Arion banka, en að sjálfsögðu verðum við að aðlaga okkur að þeim takmörkunum sem verða í gildi á þeim tíma.

Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: