Á dögunum var skipuð ný stjórn Ungra frumkvöðla – Junior Achievement á Íslandi. Nýja stórn skipa Mennta- og menningarmálaráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ásamt forstjórum Arion banka, Eimskipa, Landsvirkjunar, Samtaka atvinnulífsins og Sjávarklasans auk rektors Háskólans í Reykjavík. Minna Mellery var ráðin framkvæmdastjóri Junior Achievement á Íslandi.