Moon Chocolate frá Verzlunarskóla Íslands var valið fyrirtæki ársins 2016 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Fyrirtækið selur handgert hágæðasúkkulaði úr tansanískum kakóbaunum. Fimmtán nemendafyrirtæki frá átta menntaskólum tóku þátt í lokakeppninni sem fram fór í Arion banka miðvikudaginn 27. apríl. Moon Chocolate verður fulltrúi Íslands í keppninni um Evrópskt fyrirtæki ársins sem fram fer í Lucerne í Sviss 25.-28. júlí 2016.
Eftirfarandi nemendafyrirtæki fengu verðlaun:
➢ Fyrirtæki ársins: Moon Chocolate (Verzlunarskóli Íslands)
➢ Fyrirtæki ársins – 2. Sæti: EaseLand (Verzlunarskóli Íslands)
➢ Fyrirtæki ársins – 3. Sæti: Localice (Fjölbrautaskólinn við Ármúla)
➢ Bestu markaðs- og sölumálin: Necklash (Menntaskólinn við Sund)
➢ Mesta nýsköpunin: WATT (Fjölbrautaskólinn í Breiðholti)
➢ Besta viðskiptaáætlunin: Sláturfélagið (Verzlunarskóli Íslands)
➢ Söluhæsta varan: Sláturfélagið (Verzlunarskóli Íslands)
➢ Viðurkenning fyrir áherslu á sjálfbærni: Bébé (Menntaskólinn við Hamrahlíð)