Blog Layout

Magma Iceland sigrar stóra Evrópukeppni

This is a subtitle for your new post

Fyrirtækið Magma Iceland sigraði á fimmtudagskvöldið keppnina Junior Achievement. Magma Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem var stofnað í Verzlunarskóla Íslands og framleiðir og selur minjagripi í formi skotglasa, handrenndum úr steinleir og hrauni.

Sigurvegarar 37 Evrópulanda tóku þátt í keppninni, sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Áður hafði Magma Iceland sigrað í forkeppni heima á Íslandi þar sem hátt í 40 fyrirtæki frá íslenskum framaldsskólum tóku þátt.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hátt í 250 þúsund nemendur víðs vegar úr Evrópu taki þátt í verkefninu á ári hverju með því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Keppnin snýst síðan um að selja dómnefndinni hugmyndina sína. Í dómnefndinni sátu mörg stór nöfn úr evrópsku efnahagslífi og forsætisráðherra Eistlands veitti verðlaunin.

Hér má skoða heimasíðu Magma Iceland.
https://www.vb.is/frettir/magma-iceland-sigrar-stora-evropukeppni/107818/?q=frumkv%C3%B6%C3%B0lafyrirt%C3%A6ki


Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: