Fyrirtækið Magma Iceland sigraði á fimmtudagskvöldið keppnina Junior Achievement. Magma Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem var stofnað í Verzlunarskóla Íslands og framleiðir og selur minjagripi í formi skotglasa, handrenndum úr steinleir og hrauni.
Sigurvegarar 37 Evrópulanda tóku þátt í keppninni, sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Áður hafði Magma Iceland sigrað í forkeppni heima á Íslandi þar sem hátt í 40 fyrirtæki frá íslenskum framaldsskólum tóku þátt.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hátt í 250 þúsund nemendur víðs vegar úr Evrópu taki þátt í verkefninu á ári hverju með því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Keppnin snýst síðan um að selja dómnefndinni hugmyndina sína. Í dómnefndinni sátu mörg stór nöfn úr evrópsku efnahagslífi og forsætisráðherra Eistlands veitti verðlaunin.
Hér má skoða heimasíðu Magma Iceland.
https://www.vb.is/frettir/magma-iceland-sigrar-stora-evropukeppni/107818/?q=frumkv%C3%B6%C3%B0lafyrirt%C3%A6ki