Blog Layout

Fræðslufundur KPMG – fyrir Unga frumkvöðla

Fræðslufundur frá KPMG verður haldinn verður í Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16.00-17.30 í stofu M101.

Farið verður yfir grundvallaratriði í tengslum við stofnun fyrirtækja, bókhald, skatta og laun – ábyrgð og skyldur, hluthafasamkomulag milli stofnenda í upphafi og að hverju þarf að gæta í því sambandi. Einnig verður fjallað um viðskipta- og rekstraráætlanir, verðmat fyrirtækja og aðkomu fjárfesta. 

Framkvæmdar- og fjármálastjórar eru sérstaklega hvött til að mæta – en öll eru velkomin – þetta verður fróðlegt innlegg fyrir alla nemendur í Fyrirtækjasmiðunni

Eftir Petra Bragadóttir 28. október 2024
Keyrum þetta í gang! Miðvikudaginn 13. nóvember verðum við með viðburðinn Kveikjuna í Háskólanum í Reykjavík kl. 16.00-18.00 í stofu M201. Fyrrum nemendur í Fyrirtækjasmiðjunni og núverandi stjórnarmenn í JA Alumni verða til aðstoðar við að "kveikja" á hugmyndavinnunni fyrir Fyrirtækjasmiðjuna 2025. Einnig munum við fá erindi frá Ellerti Sigurþórssyni frá Arion banka. Hlökkum til að hitta ykkur!
Eftir Petra Bragadóttir 3. maí 2024
Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland
Eftir Petra Bragadóttir 26. apríl 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Share by: