Blog Layout

Við höldum okkar striki við leit okkar að Fyrirtæki ársins 2020

„Við höldum okkar striki við leit okkar að Fyrirtæki ársins 2020 og öðrum vinningshöfum í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland

Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa og við verðum að aðlaga okkur að nýjum veruleika.

Við höfum ákveðið að halda dagsetningum með Vörumessuna eins og þær hafa verið kynntar þ.e. 17. og 18. apríl, þar sem samkomubanni sem er í gildi núna verður aflétt fyrir þann tíma. Það er ekki búið að breyta dagsetningum á Evrópukeppninni í Portúgal í sumar.

Líklegt er að skólar hafi ekki svigrúm til að kenna fram á sumar og því erfitt að færa Vörumessu og Uppskeruhátið aftar á önnina.

Ef samkomubanni verður framlengt þá verðum við tilbúin með plan B og jafnvel plan C þannig að allir nái að taka þátt í keppninni þátt fyrir þetta ástand. Þið gætuð mögulega þurft að selja vörur ykkar á netinu ef ástandið lagast ekki. .

Baráttukveðjur og gangi ykkur vel.

Mbk. Petra og Eyjólfur

Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: