Blog Layout

Úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2022

Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland



Fyrirtækið HAF vítamín, sem er í eigu sex nemenda við Menntaskólann við Sund, þeirra;  Sigurðar Einarssonar, Ása Benjamínssonar, Magnúsar Más Gunnlaugssonar, Dags Steins Sveinbjörnssonar, Jóns Jökulls Sigurjónssonar og Rúnars Inga Eysteinssonar var valið fyrirtæki ársins 2022 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka föstudaginn 29. apríl. Mun HAF vítamín keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Tallin, Eistlandi dagana 12. – 14. júlí 2022. Um 4.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2022“

 

35 fyrirtæki frá 14 framhaldsskólum, voru valin úr hópi 124 fyrirtækja, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2022.

 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir for­stöðumaður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland veittu eftirfarandi verðlaun:


·      Fyrirtæki ársins 2022: Haf vítamín - Menntaskólinn við Sund

·      Fyrirtæki ársins - 2. Sæti: DOZE – Verslunarskóli Íslands

·      Fyrirtæki ársins - 3. Sæti: Pósters – Verslunarskóli Íslands

·      Mesta nýsköpunin: Zomnium – Verslunarskóli Íslands

·      Besta fjármálalausnin: Strokkur – Fjölbrautaskólinn við Ármúla

·      Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna – Verslunarskóli Íslands

·      Samfélagsleg nýsköpun:  Yfir fjallið – Borgarholtsskóli

·      Besta hönnunin: Lesspenna - Menntaskólinn við Hamrahlíð

·      Besta tæknilausnin: Flutningstorg – Verslunarskóli Íslands

·      Umhverfisvænasta lausnin: Rás – Verslunarskóli Íslands

·      Besta matvælafyrirtækið: MAKAJ – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

·      Besta „deililausnin: Fataport – Verslunarskóli Íslands

·      Fallegasti sölubásinn: Esja skart – Verslunarskóli Íslands


Einnig fékk vinningsfyrirtækið HAF vítamín 250.000 kr. styrk frá Nýsköpunarsjóði til að vinna að hugmynd sinni.





Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: