Fyrirtækið HAF vítamín, sem er í eigu sex nemenda við Menntaskólann við Sund, þeirra; Sigurðar Einarssonar, Ása Benjamínssonar, Magnúsar Más Gunnlaugssonar, Dags Steins Sveinbjörnssonar, Jóns Jökulls Sigurjónssonar og Rúnars Inga Eysteinssonar var valið fyrirtæki ársins 2022 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka föstudaginn 29. apríl. Mun HAF vítamín keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Tallin, Eistlandi dagana 12. – 14. júlí 2022. Um 4.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2022“
35 fyrirtæki frá 14 framhaldsskólum, voru valin úr hópi 124 fyrirtækja, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2022.
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland veittu eftirfarandi verðlaun:
· Fyrirtæki ársins 2022: Haf vítamín - Menntaskólinn við Sund
· Fyrirtæki ársins - 2. Sæti: DOZE – Verslunarskóli Íslands
· Fyrirtæki ársins - 3. Sæti: Pósters – Verslunarskóli Íslands
· Mesta nýsköpunin: Zomnium – Verslunarskóli Íslands
· Besta fjármálalausnin: Strokkur – Fjölbrautaskólinn við Ármúla
· Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna – Verslunarskóli Íslands
· Samfélagsleg nýsköpun: Yfir fjallið – Borgarholtsskóli
· Besta hönnunin: Lesspenna - Menntaskólinn við Hamrahlíð
· Besta tæknilausnin: Flutningstorg – Verslunarskóli Íslands
· Umhverfisvænasta lausnin: Rás – Verslunarskóli Íslands
· Besta matvælafyrirtækið: MAKAJ – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
· Besta „deililausnin: Fataport – Verslunarskóli Íslands
· Fallegasti sölubásinn: Esja skart – Verslunarskóli Íslands
Einnig fékk vinningsfyrirtækið HAF vítamín 250.000 kr. styrk frá Nýsköpunarsjóði til að vinna að hugmynd sinni.