Blog Layout

Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, er fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020

Enn og aftur var ekki auðvelt verk fyrir dómnefnd að velja sigurvegara, í hinum ýmsu flokkum Ungra frumkvöðla. Þrátt fyrir Covid ástandið, voru 113 fyrirtæki stofnuð í ár og 109 þeirra náðu að skila sér inn í kepnnina að lokum, sendu inn myndband og lokaskýrslu ásamt því að vera með starfsemi alla önnina, þrátt fyrir ástandið. Verður það hreinlega að teljast með ólíkindum og er framar björtustu vonum. Það er greinilega mikill dugnaður í íslenskum ungmennum, við óskum við öllum velfarnaðar og vonandi láta margir þessara nemenda, til sín taka í íslenska frumkvöðlaumhverfinu.


Vegna samkomubanns, var ekki hægt að halda hefðbundna Uppskeruhátíð eins og fyrirhuguð var í Arion banka í dag, með kynningum nemendafyrirtækja á sviði og viðtölum við dómnefnd. Aftur á móti, hafa dómarar náð að fara vel yfir allar hugmyndir þar sem fyrirtækin skiluðu kynningarmyndbandi, sem er nýlunda og árskýrslu. Með þau gögn til stuðnings, gátu dómarar ákveðið vinningshafa í hverjum flokki. Hér eru niðurstöður hennar:


Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020. Mun Dyngja keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla


Að Dyngju standa Alexander Sigurðarson – Hönnunarstjóri, Jón Haukur Sigurðarson – Fjármálastjóri og Magnús Benediktsson – Framkvæmdastjóri. Kennari þeirra er Þóra Hrólfsdóttir og ráðgjafi var Þórólfur Níelsen, forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun. Stjórn ungra frumkvöðla, óskar þeim öllum, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.


Sigurvegara í öðrum flokkum, má sjá í töflunni hér að neðan. Hægt er að “klikka” á nafn fyrirtækis til að sjá kynningarmyndband þeirra.


Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn!



Við stefnum að því að vera með Uppskeruhátíð þann 6. maí nk. þar sem viðurkenningarskjöl verða afhent vinningshöfum og einnig öllum þeim sem komust í TOPP 25.

Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: