Blog Layout

Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, fer fram núna

Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020. Dyngja keppir núna fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla en vegna Covid-19, fer keppnin fram, í fyrsta sinn í sögu Junior Achievement, á netinu.

Úrslit verða í beinni föstudaginn 24. júlí kl. 15.00-17.00 CET ( 13.00-15.00 ísl tími). Hægt er að fylgjast með keppninni, skoða “sýndar sölubása”, og greiða Dyngju atkvæði sitt á heimasíðu keppninnar: https://www.jacompanyoftheyear.org/

Hægt verður að kjósa okkar menn, Dyngju frá 17. júlí-24. júlí kl. 11.00 CET (9.00 ísl. tími) https://www.jacompanyoftheyear.org/teams/

Opnun á Company of the Year Competition 2020 (COYC2020) 24. júlí kl. 10.00-10.45 CET (8.00-8.45 ísl. tími) Upptaka til á https://www.jacompanyoftheyear.org/livestream/


Dyngja fer í viðtal við dómara kl. 16.15 CET 24. júlí (14.15 ísl. tími)

Hægt verður að skoða bása og „hitta“ keppendur og spjalla við þá

24. júlí kl. 16. 00 – 18.00 CET (14.00-16.000 ísl. tíma) https://www.jacompanyoftheyear.org/virtual-stands/


Dagskrá vikunnar: https://www.jacompanyoftheyear.org/schedule/

Eftir Petra Bragadóttir 20. janúar 2025
Ungir frumkvöðlar - JA Iceland og KLAK Samningur var undirritaður nýverið milli KLAKS og Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Vinningshafar Gulleggsins á háskólastigi keppa fyrir Íslands hönd á GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi 1.- 3. júlí, en GEN_E er stæsta nýsköpunarkeppni í Evrópu. Þetta er skemmtileg nýjung og við verðum þá með lið bæði á framhalds- og háskólastigi í keppninni.. Úrslit Gulleggsins fara fram í Grósku 14. febrúar og úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla fara fram í Arion banka 30. apríl. Það verður spennandi að sjá hverjir verða hinir útvöldu sem fá að taka þátt í þessari frábæru keppni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
"Sparkið 2025" fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 16.00 - 17.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík bjóða fólk velkomið og Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með opnunarávarp. Orri Einarsson stjórnarmaður í JA Alumni mun segja frá starfsemi JA Alumni á önninni. Að því loknu munu vinningshafar fyrri ára segja frá reynslu sinni og hvað á daga þeirra hefur drifið frá þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla. Við vonumst til að sjá sem flesta nemendur, mentora og kennara sem verða með í Fyrirtækjasmiðjunni á vorönninni.
Eftir Petra Bragadóttir 8. janúar 2025
Í desember 2024 skrifuðu Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla - JA Iceland undir samstarfssamning. Við bjóðum öflugan samstarfsaðila velkominn í hópinn og þökkum stuðninginn.
Share by: