Forritun og tækni framtíðin
Ró-Box hannar og selur róbotasett með það í huga að kveikja áhuga og auka skilning krakka á tækni og forritun.
Tæknifyrirtækið Ró-Box var á dögunum valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla á Íslandi, en fyrirtækið hannar og selur sett til þess að setja saman og forrita róbota. Mun það því keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla í Lille í Frakklandi í byrjun júlí.
Fyrirtækið varð til þegar fimm nemendur Tækniskólans tóku sig saman í frumkvöðlaáfanga í náminu og útfærðu hugmyndina, en er skráð einkahlutafélag í dag, og stefnir á áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu.
Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu