Nú eru 162 fyrirtæki skráð í Fyrirtækasmiðju Ungra frumkvöðla og hafa þau aldrei verið fleiri. Nemendur sem standa bak við þessi fyrirtæki eru 701 og koma frá 15 framhaldsskólum á landinu. Þau koma til með að sýna afrakstur sinn á Vörumessum sem verða þann 24. og 25. mars í Smáralindinni, 27. mars í Vestfjarðarstofu á Ísafirði og 30. mars á Glerártorgi á Akureyri. Það verður áhugavert að sjá hvað nemendur hafa verið að gera frá því að við hófum keppnina um miðjan janúar :-