„Við höldum okkar striki við leit okkar að Fyrirtæki ársins 2020 og öðrum vinningshöfum í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland

Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa og við verðum að aðlaga okkur að nýjum veruleika.

Við höfum ákveðið að halda dagsetningum með Vörumessuna eins og þær hafa verið kynntar þ.e. 17. og 18. apríl, þar sem samkomubanni sem er í gildi núna verður aflétt fyrir þann tíma. Það er ekki búið að breyta dagsetningum á Evrópukeppninni í Portúgal í sumar.

Líklegt er að skólar hafi ekki svigrúm til að kenna fram á sumar og því erfitt að færa Vörumessu og Uppskeruhátið aftar á önnina.

Ef samkomubanni verður framlengt þá verðum við tilbúin með plan B og jafnvel plan C þannig að allir nái að taka þátt í keppninni þátt fyrir þetta ástand. Þið gætuð mögulega þurft að selja vörur ykkar á netinu ef ástandið lagast ekki. .

Baráttukveðjur og gangi ykkur vel,

Mbk. Petra og Eyjólfur