Þann 11. janúar var Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2019 formlega ýtt úr vör með kynningarviðburði í Háskólanum í Reykjavík. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var aðalræðumaður athafnarinnar. Einnig tók til máls, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Magnús Scheving frumkvöðull og stofnandi Latabæjar, Einar Gunnar Guðmundsson frá Arion banka, framkvæmdastjóri Startup Reykjavík og vinningshafar Fyrirtækjasmiðjunnar frá síðasta ári, stofnendur nemendafyrirtækisins  Bökk beltis frá Verslunarskóla Íslands.

Reiknað er með að um 600 nemendur í um helmingi íslenskra framhaldsskóla muni taka þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2019.

Hægt er að sjá myndir af viðburðinum HÉR