Þau Jónína Þórdís Karlsdóttir og Viktor Karl Einarsson
eru ungir frumkvöðlar sem reka fyrirtækið BÖKK
en það var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla – JA Iceland 2018. 

Fyrst um sinn framleiddi það belti en nýlega bættust peysur og bolir við. Nú fyrir helgi tilkynntu þau svo línu af húfum, en hún er unnin í samstarfi við Rúrik Gíslason fótboltamann, sem er nýjasta viðbótin í eigendahópinn.

Sjá nánar HÉR