Petra Bragadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla – JA Iceland. Tekur hún við starfinu af Minnu Melleri, sem flutti af landi brott í sumar, eftir 3ja ára farsælt starf með Ungum frumkvöðlum. Petra hefur kennt fyrirtækjasmiðjuna í fjölda ára, við Fjölbrautaskólann við Ármúla og þekkir hún því einstaklega vel til verkefnisins. Mun það án efa nýtast mjög vel við að byggja verkefnið upp frekar, eins og stefnt er að.

Hér er Petra(fyrir miðju) ásamt Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Myndin var tekin í tilefni af undirritun samstarfssamnings milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ungra frumkvöðla – JA Iceland.