Um helgina munu 550 ungir frumkvöðlar kynna og selja vörur sínar á sérstakri Vörumessu í Smáralindinni.

„Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla hefur verið að stækka ár frá ári, en í ár voru 120 fyrirtæki stofnuð, af ýmsum stærðum og gerðum, og munu þau kynna vörur sínar í Smáralindinni um helgina,“ segir Petra Bragadóttir, framkvæmastjóri Ungra frumkvöðla á Íslandi, eða JA Iceland. Hún segir þetta vera stærsta viðburðinn til þessa, en 550 nemendur taka nú þátt í keppninni úr 13 framhaldsskólum á landinu, en á tveimur árum hefur þátttakan aukist úr 312 nemendum.

Sjá nánar hér: http://www.vb.is/frettir/nemendur-stofnudu-120-fyrirtaeki/153692

Petra Bragadóttir er framkvæmdastjóri samtakanna Ungir frumkvöðlar á Íslandi sem hún segir vel heppnað dæmi um samstarf skóla og atvinnulífs til að auka nýsköpunaranda hjá nemendum