Lokaumferðin í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi, um nemendafyrirtæki ársins fer fram í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, mánudaginn 23. apríl. Þar munu um 20 fyrirtæki sem dómnefnd mun velja, af þeim 120 fyrirtækjum sem nemendur hafa stofnað í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla á árinu 2018, taka þátt í lokaumferðinni.
Þar fá nemendur tækifæri til að halda kynningu á hugmynd sinni og spjalla við dómnefnd.

Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum:

1.Aðalverðlaun: Fyrirtæki ársins (1. 2. og 3. sætið). Sigurvegarinn, þ.e. Nemendafyrirtæki ársins, mun svo taka þátt í Evrópukeppni Ungra Frumkvöðla, sem fram fer í sumar.
2.Bestu markaðs- og sölumálin
3.Mesta nýsköpunin
4.Besta ársskýrslan
5.Söluhæsta varan/þjónustan
6.Viðurkenning fyrir áherslu á sjálfbærni
7.Verðlaun fyrir Besta sjó-bissnessinn
8.Besta Fjármálalausnin
9.Besta Matvælafyrirtækið

Í lok vörumessunnar í Smáralind voru veitt verðlaun fyrir fallegasta sölubásin. Fyrirtækið Iðunn úr Versló hlaut þau.