Það var ekki auðvelt verk fyrir dómnefnd að velja sigurvegara, í hinum ýmsu flokkum, á úrslitahátiðinni sem fram fór í gær. Er óhætt að segja að það sé hreinlega með ólíkindum hversu flott fyrirtæki og hugmyndir, íslenskir framhaldskólanemendur hafa náð að galdra fram á þessari vorönn. Þó svo að ekki öll fyrirtækin hafi náð að krækja i verðlaun, eiga þau þó tvímælalaust framtíðina fyrir sér og væri óskandi að sem flest fyrirtækjanna haldi starfi sínu áfram. Við óskum þeim velfarnaðar.

En dómnefnd þurfti að velja og hér eru niðurstöður hennar:

Fyrirtækið Ró-box, úr Tækniskólanum, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2019. Mun Róbox keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Lille í Frakklandi í júlí. 

Á myndinni fyrir ofan er sigurliðið Ró-box. Frá vinstri: Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir – Markaðsstjóri, Hannes Árni Hannesson – Fjármálastjóri, Kristín Dóra Sigurðardóttir – Hönnunarstjóri, Ísar Loki Pálmason – Framkvæmdarstjóri og Erna Ástþórsdóttir, kennari þeirra. Á myndina vantar Ásþór Björnsson – Vörustjóra Ró-box

Sigurvegara í öðrum flokkum, má sjá í töflunni hér:

 

Fyrirtæki

Skóli

Hugmynd

Fyrirtæki ársins – 1. Sæti

Ró-Box

Tækniskólinn

Ró-Box selur róbota-kit fyrir krakka. Róbota-kittin eru einföld, með Íslenskum leiðbeiningum og hjálpa krökkum að læra á tækni og forritun.

Fyrirtæki ársins – 2. Sæti

Blakkur

Borgarholtsskóli

Beisli (höfuðleður) fyrir hesta með áfestum nasamúl eða reiðmúl. Þannig að 2 hlutir verða að einum.

Fyrirtæki ársins – 3. Sæti

Karma

Menntaskólinn í Kópavogi

Snyrtivara okkar er maskari en ekki þessi venjulegi maskari sem að hægt að kaupa í öllum búðum sem selur snyrtivörur. Okkar maskari kemur í köku formi og leggjum við áherslu að formúlan er úr náttúrulegum efnum sem eru ekki slæm fyrir augnhárin.

Besta matvælafyrirtækið

Gen-yo

Kvennaskólinn í Reykjavík

Heimagert Collagen jógúrt

Bestu markaðsmálin

Hafmey

Menntaskólinn við Sund

Við hjá Hafmey erum að þróa umhverfisvænar  og nýtískulegar töskur framleiddar úr endurnýttri loðnunót en töskurnar eru klæddar efni að innan, svo hægt er að nota þær undir stóran sem smáan varning.

Umhverfisvænasta lausnin

Vei!

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Kolsýrður mysudrykkur, eingöngu úr náttúrulegum afurðum

Besta tæknilausnin

iRadar

Verslunarskóli Íslands

Hugbúnaður hannaður til þess að hjálpa fyrirtækjum að koma upplýsingum til neytenda.

Besta hönnunin

A Bag Project

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Hliðar- og mittistöskur úr efni frá Seglagerðinni Ægi

Samfélagsleg nýsköpun

Tilfinningamolar

Borgarholtsskóli

Tilfinninga molinn er kubbur sem er hjálpartæki fyrir leiðbeinanda/kennara til að eiga auðveldara með að ræða opinskátt um tilfinningar ungra barna. Með kubbnum fylgir leiðbeiningabæklingur sem inniheldur ýmsa fræðslu og leiki hvernig má nota kubbinn.

Besti Sjó-Bisnessinn

HAF sjávarsprey

Verslunarskóli Íslands

Íslenskt sjávarsprey í hárið unnið úr íslensku sjávarsalti og þangi sem líkist „beach spray“ erlendis

Besta Fjármálalausnin

Ungdómur

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Ungdómur er kennslu- og upplýsinga vefsíða sem fræðir ungt fólk um fjárhagslega ábyrð.

Áhugaverðasta nýsköpunin

Fruss Bókaútgáfa

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Við teljum að málflótti sé stærsti dragbítur íslenskunnar í dag og til að sporna gegn honum þarf að hvetja börn til máls og tryggja að þau hafi aðgang að efni hvarvetna sem veitir þeim sjálfstraust til að tjá sig. Viljum við í Fruss gera þeim kleift að brýna tungutakið svo þau treysti á mál sitt og megin.

Fallegasti sýningarbásinn

Sylque

Verslunarskóli Íslands

Framleiðum 100% silkikoddaver sem sporna gegn fitumyndun í húð og hári og minnka líkur á hrukkumyndun.

 

Dómefnd og framkvæmdastjóri. Frá vinstri: Þór Sigfússon – Sjávarklasanum, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, formaður dómnefndar – Nýsköpunarmiðstöð, Petra Bragadóttir, Framkvæmdarstjóri JA – Ísland, Hannes Ottóson – Nýsköpunarmiðstöð, Gréta Bentsdóttir – Arion banka og Einar Guðmundsson – Arion banka. Á myndina vantar Huldu Birnu Baldursdóttur frá Nýsköpunarmiðstöð.