Enn og aftur var ekki auðvelt verk fyrir dómnefnd að velja sigurvegara, í hinum ýmsu flokkum Ungra frumkvöðla. Þrátt fyrir Covid ástandið, voru 113 fyrirtæki stofnuð í ár og 109 þeirra náðu að skila sér inn í kepnnina að lokum, sendu inn myndband og lokaskýrslu ásamt því að vera með starfsemi alla önnina, þrátt fyrir ástandið. Verður það hreinlega að teljast með ólíkindum og er framar björtustu vonum. Það er greinilega mikill dugnaður í íslenskum ungmennum, við óskum við öllum velfarnaðar og vonandi láta margir  þessara nemenda, til sín taka í íslenska frumkvöðlaumhverfinu.

Vegna samkomubanns, var ekki hægt að halda hefðbundna Uppskeruhátíð eins og fyrirhuguð var í Arion banka í dag, með kynningum nemendafyrirtækja á sviði og viðtölum við dómnefnd. Aftur á móti, hafa dómarar náð að fara vel yfir allar hugmyndir þar sem fyrirtækin skiluðu kynningarmyndbandi, sem er nýlunda og árskýrslu. Með þau gögn til stuðnings, gátu dómarar ákveðið vinningshafa í hverjum flokki. Hér eru niðurstöður hennar:

Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020. Mun Dyngja keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla

Að Dyngju standa Alexander Sigurðarson – Hönnunarstjóri, Jón Haukur Sigurðarson – Fjármálastjóri og Magnús Benediktsson – Framkvæmdastjóri. Kennari þeirra er Þóra Hrólfsdóttir og ráðgjafi var Þórólfur Níelsen, forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun. Stjórn ungra frumkvöðla, óskar þeim öllum, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Sigurvegara í öðrum flokkum, má sjá í töflunni hér að neðan. Hægt er að “klikka” á nafn fyrirtækis til að sjá kynningarmyndband þeirra.

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn!

Við stefnum að því að vera með Uppskeruhátíð þann 6. maí nk. þar sem viðurkenningarskjöl verða afhent vinningshöfum og einnig öllum þeim sem komust í TOPP 25.

 

Fyrirtæki

Skóli

Hugmynd

Fyrirtæki ársins – 1. sæti

Dyngja

Verslunarskóli Íslands

Fjárfestingarapp sem leyfir notendum sínum að fjárfesta með gervipening á íslenska hlutabréfamarkaðinum

Fyrirtæki ársins – 2. sæti

Piskís

Verslunarskóli Íslands

Hunda- og kattanammi úr þurrkuðu þorskroði

Fyrirtæki ársins – 3. sæti

Draumaljós

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Næturljós úr endurnýttum netakúlum,fyrir börn

Mesta nýsköpunin

Skín

Kvennaskólinn í Reykjavík

Sjampókubbar á föstu og þurru formi sem koma í stað fljótandi sjampós. Kubbarnir stuðla að bættri nýtingu og eru umhverfisvænni valkostur.

Besta fjármálalausnin

Dyngja

Verslunarskóli Íslands

Fjárfestingarapp sem leyfir notendum sýnum að fjárfesta með gervipening á íslenska hlutabréfamarkaðinum

Besti sjó-bissnessinn

Hulur

Borgarholtsskóli

við ætlum að gera boltapoka úr fiskineti sem hentar fyrir allar boltaíþróttir og líka keilur sem gerðar eru út flothylkjum

Samfélagsleg nýsköpun

Rætur

Verslunarskóli Íslands

Barnabók byggð á ævintýrinu um Garðabrúðu. Lögðum sérstaka áherslu á það að brjóta niður staðalímyndir fyrir öll kyn.

Hönnunarverðlaun

Kusari

Menntaskólinn við Sund

Við ætlum að endurnýta gamlar hjólakeðjur til þess að búa til skartgripi.

Besta tæknilausnin/forritun

IQroll

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Hönnun á Pútter sem inniheldur greiningartæki sem greinir púttstroku kylfings. Tækið er innbyggt inn í kylfuhausinn.

Umhverfisvænasta lausnin

Vösk

Verslunarskóli Íslands

Kollagen sjampó í föstu formi og umhverfisvænum umbúðum.

Bestu markaðsmálin

Koley

Menntaskólinn við Sund

Ostabakkar, þar sem áhersla var lögð á gæði og fallega hönnun

Besta matvælafyrirtækið

MYSEY

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Holl próteinstykki gerð úr íslensku mysupróteini