Frum­kvöðlafyr­ir­tækið Meira frá Verzl­un­ar­skóla Íslands vann Citi Client Focus verðlaun­in í Brus­sel, sem veitt eru á veg­um Juni­or Achievement (JA) Europe.

Yfir 200 nem­end­ur frá 35 lönd­um tóku þátt í keppni um fyr­ir­tæki árs­ins 2017.

Citi Client Focus verðlaun­in, sem Meira hlaut, eru veitt því fyr­ir­tæki sem þykir skara framúr er varðar þarfagrein­ingu viðskipta­vina sinna ásamt því að reyna að meta hverj­ar framtíðaþarf­ir þeirra koma til með að verða.  

Meira var stofnað í janú­ar á þessu ári í verk­efni á veg­um JA Ice­land – Ung­ir frum­kvöðlar. Í apríl var Meira svo valið fyr­ir­tæki árs­ins í keppn­inni á Íslandi, en fyr­ir­tækið vann einnig til verðlauna fyr­ir mestu ný­sköp­un­ina.

Meira er að þróa sparnaðarapp í farsíma fyr­ir ungt fólk og bygg­ir appið á því að not­and­inn setji sér mark­mið og fylg­ist svo með hvernig hon­um geng­ur að ná mark­miðinu á sýni­leg­an og skil­virk­an hátt.

https://www.jaworldwide.org/blog/team-meira-of-ja-iceland-wins-citi-client-focus-award?fbclid=IwAR3jVx2YtqlI1QoZ7G5fF0AQthLSOHnFtvSnW0lJpGpwzzI-_FX1yv0vGZQ

https://cdn.mbl.is/frimg/9/79/979942.jpg

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/07/17/frumkvodlar_ur_verslo_verdlaunadir_i_brussel/