Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020. Dyngja keppir núna fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla en vegna Covid-19, fer keppnin fram, í fyrsta sinn í sögu Junior Achievement, á netinu.
Úrslit verða í beinni föstudaginn 24. júlí kl. 15.00-17.00 CET ( 13.00-15.00 ísl tími). Hægt er að fylgjast með keppninni, skoða “sýndar sölubása”, og greiða Dyngju atkvæði sitt á heimasíðu keppninnar:  https://www.jacompanyoftheyear.org/

Hægt verður að kjósa okkar menn, Dyngju frá 17. júlí-24. júlí kl. 11.00 CET (9.00 ísl. tími) https://www.jacompanyoftheyear.org/teams/

Opnun á Company of the Year Competition 2020 (COYC2020) 24. júlí kl. 10.00-10.45 CET (8.00-8.45 ísl. tími) Upptaka til á https://www.jacompanyoftheyear.org/livestream/

Dyngja fer í viðtal við dómara kl. 16.15 CET 24. júlí (14.15 ísl. tími)

Hægt verður að skoða bása og „hitta“ keppendur og spjalla við þá
24. júlí kl. 16. 00 – 18.00 CET (14.00-16.000 ísl. tíma) https://www.jacompanyoftheyear.org/virtual-stands/

Dagskrá vikunnar: https://www.jacompanyoftheyear.org/schedule/