Kæru kennarar og nemendur

Því miður verðum við að aflýsa Vörumessunni í Smáralindinni þetta árið þar sem fjöldi þeirra sem mega koma saman fer bara úr 10 manns í 20 manns núna á miðnætti. Við hefðum þurft að hafa amk. 50 manns sem leyfilegan fjölda til þess að geta verið með Vörumessuna í Smáralindinni.

Meðan smit eru að greinast utan sóttkvíar þá getum við átt von á því að samkomutakmarkanir fari aftur í 10 manns meðan verið er að koma í veg fyrir þessi smit. Ég veit að Vörumessan er okkur mjög mikilvæg en því miður getum við ekkert gert í þessu meðan staðan er eins og hún er. Það er of mikil áhætta.

Skiladagur á Lokaskýrslu er áfram 20. apríl. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar og fylgja þeim eftir áður en henni er skilað inn: https://ungirfrumkvodlar.is/arsskyrsla/

Hér eru leiðbeiningar fyrir skýrsluna sjálfa og hvað hún á að innihalda: https://ungirfrumkvodlar.is/wp-content/uploads/2021/04/Leidbeiningar-fyrir-lokaskyrslu-2021b.docx. Mikilvægt er að lokaskýrslan innihaldi allar upplýsingar um vöruna og myndir af framleiðsluferlinu ef það á við.

Ég ætla að biðja ykkur um að vanda mjög til verks og fylgja leiðbeiningum þar sem dómnefndin verður mjög líklega að reiða sig á myndbönd og lokaskýrslur til að finna vinningshafa þetta árið.

Uppskeruhátíðin er fyrirhuguð þann 30. apríl í Arion banka, en að sjálfsögðu verðum við að aðlaga okkur að þeim takmörkunum sem verða í gildi á þeim tíma.