Skil á myndbandi – Ungir frumkvöðlar 2021

Skila þarf inn myndbandinu fyrir fimmtudaginn 25. mars 2021, kl. 16:00. Hægt er að skila því inn með link, t.d. á Youtube eða á MP4 formatti (Athugið að hámarksstærð myndbands er 20 MB ef MP4 er skilað inn. Engin hámarksstærð er fyrir myndbönd sem eru á Youtube etc.))

Mjög áríðandi að lesa leiðbeiningar fyrir neðan! Ef vandræði koma upp við skráninguna, vinsamlegast hafið þá samband á petra@ungirfrumkvodlar.is

Áríðandi. Hér þarf að koma ÖRSTUTT lýsing(Ekki hafa meira en 100 slög(stafir og bil) og eingöngu á vörunni/þjónustunni sjálfri - ekki óþarfa texta um fyrirtækið, tilurð hugmyndarinnar osfrv. Dæmi: AGGA framleiðir baðbombur, með kollageni, bergsalti og ýmiskonar náttúrulegum ilmefnum. Þessi lýsing verður notuð í kynningarstarfi/umfjöllun um Unga frumjkvöðla og þau fyrirtæki sem taka þátt. Mikilvægt að lýsingin komist fyrir á einni línu.

Leiðbeiningar fyrir kynningarmyndband – lesist vel!

Hvert fyrirtæki skal senda inn kynningarmyndband sem notað verður í tvennum tilgangi

 1. Fyrir dómnefnd. Dómnefnd fer fyrst yfir myndböndin en styðst svo við árskýrsluna til að fá betra yfirlit.
 2. Fyrir heimsíðu Ungra frumkvöðla. Öll myndbönd verða sett inn á sérstaka kynningarsíðu þar sem almenningur getur skoðað allar vörur og þjónustu sem boðið verður upp á í Fyrirtækjasmiðunni 2021.

Í myndbandinu þarf eftirfarandi að koma fram(nokkurn veginn í þessari röð):

 1. Nafn fyrirtækis & hugmyndar ásamt nafni skóla
 2. Lýsing á viðskiptahugmyndinni. Hér þarf að draga fram:
  1. Lýsing á viðskiptahugmyndinni
  2. Hver er þörfin/vandmálið sem ætlað er að leysa
  3. Hver er lausnin?
  4. Nýnæmi hugmyndarinnar(ef eitthvað er)
  5. Hverjir eru aðgreinandi þættir vörunnar/þjónustunnar, miðað við svipaðar vörur/þjónustu á markaðnum
  6. Hvernig er samkeppnin?
 3. Hver er markhópurinn/helstu viðskiptavinir
 4. Hvar geta viðskiptavinir nálgast vöruna/þjónustuna

Myndbandið má að hámarki vera 120 sekúndur (við mælum þó með 60 – 90 sek.) að lengd en að öðru leiti er myndbandgerðin frjáls. Muna bara að draga fram öll ofangreind atriði og setja fram á skýran hátt. Muna einnig að myndir segir meira en 1000 orð…

Mjög áríðandi ef myndabandinu sjálfu er skilað inn: Vistið myndbandið á mp4 formatti og með nafni fyrirtækisins fremst í heitinu- dæmi: TravelAid_myndband.mp4 eða TravelAid.mp4.  Nota verður það nafn sem notað var í skráningunni sjálfri. Ekki senda inn á nýju nafni, ef það breyst – það verður lagað síðar

Hér er hægt að breyta öðrum formum yfir í mp4: https://cloudconvert.com

Athugið að hámarksstærð myndbands er 20MB. Það þýðir, að ekki gengur að taka upp í HD. Stillið upptöku á 360p – 480p og þá ætti að vera hægt að ná 1  – 2mín myndbandi, undir 20MB(sbr. mynd hér að neðan). Ef myndböndin eru stærri en 20MB, þá er hægt að nota ýmiskonar video compressor forrit, til að minnka stærð myndbanda. Hér eru linkar á svona forrit ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum

Hér er t.d. 2. mín. myndband frá RÚV, sem búið er að þjappa niður í 19MB. Eins og sést eru gæðin enn mjög góð: